Gilhagi

Sveitabær í Öxarfirði

Gilhagi er fjölskyldurekin sveitabær í Öxarfirði á norðausturlandi.
Heima á bænum er ullarvinnsla og gestastofa.
Gestastofan og ullarvinnslan er opin virka daga frá 10-15.

Ullarbandið okkar er ólitað í náttúrulegum litum íslensku sauðkindarinnar.
Ullin er fullunnin og spunnin heima á bæ í ullarvinnslunni okkar.
Hreint, íslenskt, fullniðurbrjótanlegt ullarband að norðan.

Uppskriftir 
Fyrir Gilhaga band

Tvíband
160m ~ 50g – Prjónar 2,5-3,5
Prjónfesta 22x35L á 10cm

Tvíband
200m ~ 100g – Prjónar 4,5-5,5
Prjónfesta 18x23L á 10cm

Opnaðu vefverslun fyrir fleiri vörur

Í Gilhaga er rekin ullarvinnsla.
Ullin af okkar kindum og frá nágranabændum okkar.
Ullin er ólituð og fylgir náttúrulegum litum íslensku sauðkindarinnar.
Hentar í hverskyns prjónaverkefni.
Gestastofan er opin vikra daga frá 10-15

Nýull að norðan

Beint frá bændum

Við kaupum og vinnum einungins ull af okkar sauðfjárvarnarsvæði.
Ær og lamb hentaa vel í flest allar prjónauppskriftir.
Peysur, vesti, kraga, vettlingar, húfur og sokka til að nefna nokkur dæmi.

Innihald

100% hrein ólituð íslensk ull. Ull af fullorðnum ám úr Norður-Þingeyjasýslu.

Lengd & Þyngd

Lamb 160m ~ 50g
Ær 200m ~ 100g

Þráðafjöldi

Bandið er uppsett úr 2 spunnum þráðum. Bandið er því tvíband.

Prjónastærð

Mælt er með prjónum 4,5-5,5
Kemur líka vel út með prjónum 3,5-6,5.

Prjónafesta

Prjónfesta Ær á prjóna 4,5-5,5 er
18 lykkjur og 23 umferðir á 10 cm.

Hentar í

Peysur, vesti, kraga, húfur, vettlinga og sokka,

Fjölskyldurekin vinnsla

Gilhagi er fjölskyldurekin sveitabær.
Í Gilhaga er sauð- og geitfjárrækt, býflugna- og skógrækt.
Heima á bænum er ullarvinnsla og gestastofa.

Brynjar Þór
Guðrún Lilja Dam

Gilhagi

Brynjar Þór og Guðrún Lilja Dam fluttu 2018 í Gilhaga.
Forfeður Brynjars settust að á nágrannabænum Gilsbakka uppúr 1900 og byggði upp núverandi byggð í Gilsbakka og Gilhaga á liðinni öld.
Sauðfjárbúskapur og handverk hafa verið í hávegum höfð síðan bæirnir eru byggðir upp.

Dýrin

Sauðfé, geitur, býflugur, hænur, endur, hestar og Kappi.

Gestastofan

Í ullarvinnslunni er lítil gestastofa þar sem hægt er að kaupa bandið okkar, drykki og meðlæti, ásamt ýmsu fleira. Opið alla daga frá 11-18

Heimsóknir

Við tökum á móti hverskyns hópum, bæði í ullarvinnsluna en einnig fyrir hverskyns viðburði í Gilhagalandi

Skógrækt

Skógrækt hefur verið stunduð meira og minna síðustu áratugi. Margir skemmtilegir yndisreitir eru á Gilhagajörðinni

Útivist

Skógrækt og náttúran skapa skemmtilega umgjörð sem hægt er að njóta með hverskyns útivist.

Gönguleiðir

Hægt er að finna ýmsar gönguleiðir frá Gilhaga. Margar þróaðar af sauðkindinni.

2020 opnuðum við ullarvinnslu á bænum
Ullin er fullunnin á bænum.
Allt frá að ull kemur frá bændum.
Þvegin, kembd og spunnin.