Ærbandið okkar er framleitt úr ull af fullorðnum kindum úr norður-þingeyjarsýslu.
Á haustin þegar fé er tekið á hús og rúið kemur ullin til okkar frá nágrannabæjum Gilhaga, eða lengst að um 90 km.
Ærnar hafa þá gengið um heiðar norður-þingeyjarsýslu með lömbin sín sumarlangt.
Bandið er unnið úr fyrsta flokks ull, er ólitað og fá því hinir einstaklega fallegu sauðalitir að njóta sín í bandinu.
Afurðin er því þetta náttúrulega, dásamlega hlýja og mjúka band sem viðskiptavinir okkar elska.
Bandið er samsett úr tveimur þráðum og kallast því tvíband.
Ýttu hér til að fara í Vefverslun
Framleiðsluferlið okkar fer mjúkum höndum um ullina og fáum við fram
gott sambland af togi og þeli sem gerir bandið bæði sterkt og dásamlega mjúkt.
Ullin hefur náttúrulega eiginleika til að hrinda frá sér vatni og heldur fénu hlýju í óútreiknanlegu veðri Íslands.
Ær Medium
Tvíband
100m~50g / 200m~100g
Prjónfesta 18×23 á 10cm
Ýttu hér til að fara í Vefverslun
Ullarvinnslan Gilhagi er fjölskyldurekin vinnsla sem hóf starfsemi á sumardögum 2020. Vinnslan er hér heima á bæ í Öxarfirði.
Samhliða vinnslunni rekum við litla gestastofu þar sem hægt er að koma í heimsókn og kynnast ullarvinnslu, heilsa hundinum okkar Kappa, ásamt því að kaupa afurðir okkar.