Mosabotnar ehf Skilmálar

Ullarvinnslan Gilhagi Woolmill.
www.Gilhagi.is
Er í eigu og rekið af
Mosabotnar ehf
Kt. 650119-1260

Vsk nr. 133820
S:8652138
Gilhagi
671 Kópasker
Ísland

Vörur
Vörur frá Mosabotnar ehf (Ullarvinnslan Gilhagi Woolmill) eru handverk og hafa efnin mismunandi eiginleika. Kaupandi skal taka tillit til að vörurnar geta verið með minniháttar misfellum. Litamunur getur verið innan sama lotunúmers, þó reynt sé að koma í veg fyrir það eins og mögulegt er, stafar það af því að blandað eru saman nokkrum ullarreyfum við framleiðslu. Sauðfjárstofninn er ekki einlitur og er því ekki nákvæmlega sami litur á milli einstaklinga, einnig getur verið töluverður litamunur í einu reyfi. Við framleiðslu er reynt að blanda hverja lotu eins mikið og mögulegt er til að komast hjá því að litamunur verði. Viðskiptavinum er bent er á að kynna sér hvernig er best að lágmarka að litamunur komi út í prjónuðum vörum.
Leitast er við að band með misfellum fari ekki í sölu, séu einhverjir gallar eiga þeir ekki nema nokkrir sentimetrar. Samsettningarhnútar geta verið á bandinu, en þeir eru óumflýjanlegir við framleiðslu.
Ullin er ekki lituð við vinnsluna og því kemur bandið í náttúrulegum litum af dýrunum. Litamunur er á milli lota og því ekki hægt að tryggja sama lit þegar keyptur er sami litur með einhverju millibili. 
Myndir af vörum eru teknar við eins góðar aðstæður og hægt er og er leitast við að litir séu sem réttastir. Skjáir eru mismunandi og geta gefa misvísandi mynd.
Áskilinn er réttur til að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. 

Pantanir
Mosabotnar ehf áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, til dæmis vegna rangra verðupplýsinga, Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Greiðslur
Greitt er með greiðslukorti í vefverslun.
 
Afhending vöru

Allar vörur eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Lagerstaða á heimasíðu ætti að vera réttust hveru sinni. Séu keyptar margar hespur í sama lit og ekki til í sömu lotu, getur verið biðtími á meðan framleitt er nóg í pöntunina. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar.
Mosabotnar ehf ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send frá Mosabotnar ehf til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.
Hægt er að velja um að sækja í verslun Ullarvinnslunar Gilhaga Woolmill í Gilhaga. Gilhagi- 671 Kópasker-Ísland.
Tilkynning verður send um að pöntun sé klár til afhendingar.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Gefa skal gilda ástæðu fyrir skilum.  Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Vinsamlegast hafið samband við Mosabotnar ehf með spurningar Gilhagi@gilhagi.is.

Verð
Vinsamlegast athugið að verð í vefverslun getur breyst án fyrirvara.
Verð eru gefin upp á vefsíðu í íslenskum krónum.

Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni fyrir kaup á Íslandi eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.
Verð á vörum sem seldar og sendar eru erlendis eru án VSK og er kaupandi ábyrgur fyrir að greiða VSK af innfluttningi. Þeir reikningar eru gefnir út án VSK.

Gjafabréf
Gjafabréf útgefin af Mosabotnar ehf gilda í gestastofu ullarvinnslunnar í Gilhaga á allar vörur í gestastofu.
Gjafabréfið má einnig nota á útsöluvörur. Gjafabréfin renna ekki út.
Gjafabréf gilda einnig í vefverslun Gilhagi.is. Sé ekki kóði á gjafabréfi til að nota í vefverslun skal hafa samband Gilhagi@gilhagi.is. og fá kóða.

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.