GILHAGI
Verið velkomin
Sauð- og geitfjárrækt, skóg- og býflugnarækt.
Ullarvinnsla og gestastofa.
Gestastofan er opin alla daga frá 11-18











Ullarvinnsla
Í Gilhaga er rekin lítill ullarvinnsla.
Ullin kemur af okkar sauðfjársvæði.
Beint frá bændum, fullunnin heima á bæ.
Spunnin í hreint íslenskt, ólitað ullarband.
Vörurnar okkar
Uppskriftir og pakkar fyrir Ær Medium
Afþreying í Gilhaga
Náttúran
Í Gilhaga hefur skógrækt verið stunduð í fjöldamörg ár.
Ýmsir skógarreitir á mismunandi stigum, með
skemmtilegum gönguleiðum og unaðsreitum.
Hægt er að ganga og njóta náttúrunnar með kaffi eða tebolla, eða njóta þess að borða ís við fuglasöng á friðsælum stað.
Gönguleiðir
Stuttar gönguleiðir um skógræktina má finna út frá gestastofunni.
Sælureitir
Stöðug vinna er í að útbúa fallega sælureiti. Bætast þeir við á meðan skógurinn stækkar.
Dýralíf
Fjölbreitt dýralíf er í Gilhaga. Fuglarnir sækja í skóginn. Mögulega heyrir þú hanagal í skógi eða sérð geit með kiðling.
upplifun
Að njóta kyrrðar og náttúru er einstaklega gefandi og endurnærandi. Gefðu þér tíma og njóttu vel.
hressing
Í gestastofunni er hægt að fá hressingu á borð við kaffi, te og gos í sumarhitanum. Heimagerður mjólkurís toppar svo einstaka upplifun.
Njóttu
Komdu með matpakkann þinn. Fáðu þér meðlætið í gestastofunni, finndu þér rólegan stað og njóttu vel.
Býflugnarækt
Býflugnarækt hefur verið stunduð í Gilhaga frá 2015.
Býflugurnar hjálpa til við frjóvgun blóma.
Býflugnarækt í norðri er áskorun og spennandi áhugamál.
Á laugardögum í sumar er hægt að koma við í Gilhaga og kynna sér býflugnarækt.
Sjá flugurnar og kynnast starfsemi býflugnabús.
Mögulega í návígi en líka í öruggri fjarlægð
Gestastofan
Vöruúrval
Ullarband
Hægt er að kaupa ullarbandið okkar í gestastofunni ásamt prjónavörum.
Bækur
Hægt er að fá nokkrar bækur í gestastofunni. Prjónabækur, fróðleiksbækur og skemmtibækur.
Matvörur
Grillvörur frá Árdalsafurðum. Gos og svaladrykkir.
Kaffi og Te
Hægt er að kaupa kaffi og te. Setjast út í góða veðrið og njóta náttúrunnar.

Gestastofan er opin alla daga frá 11-18
Fjölskyldurekin vinnsla
Gilhagi er fjölskyldurekin sveitabær.
Brynjar Þór og Guðrún Lilja keyptu jörðina 2019 af afa Brynjars.
Tóku þá við skógræktinni og endurvöktu sauðfjárbúskap sem hafði verið stundaðar á árum áður.
Býflugnarækt hófst 2015 og geiturnar komu 2019.
..
Brynjar Þór
Guðrún Lilja Dam
GILHAGI

Dýrin
Sauðfé, geitur, býflugur, hænur, endur, hestar og hundar.
Gestastofan
Í ullarvinnslunni er lítil gestastofa þar sem hægt er að kaupa bandið okkar, drykki og meðlæti, ásamt ýmsu fleira.
Heimsóknir
Við tökum á móti hverskyns hópum, bæði í ullarvinnsluna en einnig fyrir hverskyns viðburði í Gilhagalandi
Skógrækt
Skógrækt hefur verið stunduð meira og minna síðustu áratugi. Margir skemmtilegir yndisreitir eru á Gilhagajörðinni.
Útivist
Skógrækt og náttúran skapa skemmtilega umgjörð sem hægt er að njóta með hverskyns útivist.
Gönguleiðir
Hægt er að finna ýmsar gönguleiðir frá Gilhaga.