Hvernig komum við ull í band?

Hvernig er ull af kindum komið í prjónaband?
Hvað er hægt að fá mikið band af einni kind eða lambi?
Í hvaða litum er íslenska kindin? Hvernig verður bandið á litinn?
Svörin við þessum spurningum er hægt að finna í Gilhaga.

Hér í Gilhaga rekum við litla ullarvinnslu heima á bæ.
Ullin er frá bændum á okkar hreina svæði milli jökulsár á fjöllum og jökulsár á dal.
Við erum með litla gestastofu í andyri vinnslunni þar sem hægt er að kynna sér
vinnsluna, kaupa afurðir og staldra við í sveitakyrrðinni.

Líttu við í heimsókn í Gilhaga.
Heilsaðu upp á Kappa, býflugurnar og endurnar.
Ef veðrið er gott er tilvalið að taka göngutúr um skógræktina.
Borða nestið sitt í fallegu og rólegu umhverfi.

Kveðjur úr Gilhaga
Brynjar Þór og Guðrún Lilja

Facebook
Twitter