Ær Medium

Þyngd 100g~200 metrar
Prjónar 4,5-5,5 cm
Prjónfesta 18 lykkjur x 23 umferðir á 10cm.

Ær er spunnin ull af fullorðnum ám úr
Norður-Þingeyjarsýslu.
Náttúrulegt ólitað ullarband að fullu niðurbrjótanlegt.

Náttúrulegir litir

Ær er ólitað ullarband.
Bandið kemur í náttúrlegum sauðalitum.
Íslenska sauðkindin hefur ótrúlega breiða og fallega litapalletu, fullkomna í prjónið þitt.

Bandið okkar

Nýull að norðan

Beint frá bændum

Við kaupum og vinnum einungins ull af okkar sauðfjárvarnarsvæði.
Ær hentar vel í flest allar prjónauppskriftir.
Peysur, vesti, kraga, vettlingar, húfur og sokka til að nefna nokkur dæmi.

Innihald

100% hrein íslensk ull.
Ull af fullorðnum ám úr
Norður-Þingeyjasýslu.

Lengd & Þyngd

100m ~ 50g
200m ~ 100g

Þráðafjöldi

Bandið er uppsett úr 2 spunnum þráðum. Bandið er því tvíband.

Prjónastærð

Mælt er með prjónum 4,5-5,5
Kemur líka vel út með prjónum 3,5-6,5.

Prjónafesta

Prjónfesta á prjóna 4,5-5,5 er
18 lykkjur á 10 cm.

Hentar í

Peysur, vesti, kraga, húfur, vettlinga og sokka,

sauðalitir

Hvítt
Grágoltótt
Ljósgrátt
Grátt
Dökkgrátt
Hélusvart
Svart
Mórautt
Hélumórautt
Mógoltótt
Hreint ullarband

Í hverskyns prjón

Peysur

Ær hentar einstaklega vel í peysu sem á að vera bæði mjúk og hlý. Spunagerðin er mjög fjölhæf og því hægt að nota Ær í margar prjónauppskriftir.

Húfur

Samspil tog og þels þráða myndar einstaklega góða ullarblöndu sem hentar í húfur. Bandið er létt í sér og hlýtt yfir eyrun.

Vettlingar

Bandið tekur þæfingu vel og hentar því vel í vettlinga.

Vesti

Bandið er skemmtilega létt og hlýtt og því gott í létt vesti eða kraga.

Fjölskyldurekin vinnsla

Gilhagi er fjölskyldurekin sveitabær.
Í Gilhaga er sauð- og geitfjárrækt, býflugna- og skógrækt.
Heima á bænum er ullarvinnsla og gestastofa.

Brynjar Þór
Guðrún Lilja Dam

Gilhagi

Sveitabær í Öxarfirði.
Brynjar Þór og Guðrún Lilja Dam fluttu 2018 í Gilhaga.

Dýrin

Sauðfé, geitur, býflugur, hænur, endur, hestar og Kappi.

Gestastofan

Í ullarvinnslunni er lítil gestastofa þar sem hægt er að kaupa bandið okkar, drykki og meðlæti, ásamt ýmsu fleira.

Heimsóknir

Við tökum á móti hverskyns hópum, bæði í ullarvinnsluna en einnig fyrir hverskyns viðburði í Gilhagalandi

Skógrækt

Skógrækt hefur verið stunduð meira og minna síðustu áratugi. Margir skemmtilegir yndisreitir eru á Gilhagajörðinni

Útivist

Skógrækt og náttúran skapa skemmtilega umgjörð sem hægt er að njóta með hverskyns útivist.

Gönguleiðir

Hægt er að finna ýmsar gönguleiðir frá Gilhaga. Margar þróaðar af sauðkindinni.

Hafa samband

Hér getur þú haft samband við okkur.
Spurningar um bandið eða tengt prjóni.
Ertu að skipuleggja ferð í Gilhaga.
Hafðu endilega samband hér eða í
Gilhagi@gilhagi.is