Ær Medium

Þyngd 100g~200 metrar
Prjónað á prjóna 4,5-5,5 cm
Prjónfesta 18 lykkjur x 23 umferðir á 10cm.

Ær er prjónaband spunnið af fullorðnum ám úr
Norður-Þingeyjarsýslu.
Náttúrulegt ólitað ullarband að fullu niðurbrjótanlegt
Unnið í litlu magni sem tryggir gæðin.
Náttúrulegir litir íslensku kindarinnar njóta sín til hins ýtrasta.
Ær prjónabandið hentar einstaklega vel í peysur
Ólituð ullin tryggir að náttúrulegr eiginleikar ullarinnar.

Náttúrulegir litir

Ær er ólitað ullarband.
Prjónabandið kemur í náttúrlegum sauðalitum.
Íslenska sauðkindin hefur ótrúlega breiða og fallega litapalletu, fullkomna í prjónið þitt.

Náttúrulegt hráefni

Ær ullin er unnin á mildan hátt með mildum efnum og mjúku vinnsluferli.
Náttúrulegir þræðir ullarinnar unnir mjúklega til að viðhalda mýkt og hlýleika ullarinnar.
Finna má ullarfitu í þráðunum en hún hjálpar til við að viðhalda öllum náttúrulegum eiginleikum ullarinnar.

Nýull að norðan

Beint frá bændum

Við vinnum einungins ull af okkar sauðfjárvarnarsvæði.
Ær bandið hentar vel í flest allar prjónauppskriftir.
Peysur, vesti, kraga, vettlingar, húfur og sokka til að nefna nokkur dæmi.

Innihald

100% hrein íslensk ólituð ull. Ull af fullorðnum ám úr Norður-Þingeyjasýslu.

Lengd & Þyngd

100m ~ 50g
200m ~ 100g

Þráðafjöldi

Bandið er samsett úr tveimur spunnum þráðum. Bandið er því tvíband.

Prjónastærð

Mælt er með prjónum 4,5-5,5
Kemur líka vel út með prjónum 3,5-6,5.

Prjónafesta

Prjónfesta á prjóna 4,5 er
18 lykkjur og 23 umferðir á 10 cm.

Hentar í

Peysur, vesti, kraga, húfur, vettlinga og sokka ásamt mörgu öðru.

sauðalitir

Hvítt
Grágoltótt
Ljósgrátt
Grátt
Dökkgrátt
Hélusvart
Svart
Mórautt
Hélumórautt
Mógoltótt
Hreint ullarband

Í hverskyns prjón

Peysur

Ær hentar einstaklega vel í peysu sem á að vera bæði mjúk og hlý. Spunagerðin er mjög fjölhæf og því hægt að nota Ær í margar prjónauppskriftir.

Húfur

Samspil tog og þels þráða myndar einstaklega góða ullarblöndu sem hentar í húfur. Bandið er létt í sér og hlýtt yfir eyrun.

Vettlingar

Bandið tekur þæfingu vel og hentar því vel í vettlinga.

Vesti

Bandið er skemmtilega létt og hlýtt og því gott í létt vesti eða kraga.

Fjölskyldurekið bú

Gilhagi er fjölskyldurekin sveitabær.
Í Gilhaga er sauð- og geitfjárrækt, býflugna- og skógrækt.
Heima á bænum er ullarvinnsla og gestastofa.
Gestastofan er opin daglega frá 11-18.

Brynjar Þór
Guðrún Lilja Dam

Gilhagi

Sveitabær í Öxarfirði, Norðurþingi.
Brynjar Þór og Guðrún Lilja Dam fluttu 2018 í Gilhaga.
Tóku þá við jörðinni sem fjölskyldan hefur byggt upp frá í kringum 1900.
Jörðin er sauðfjár og skógræktarjörð í grunninn.
Ullarvinnslan opnaði sumarið 2020 og hafa dyrnar verið opnar síðan þá og tekið á móti fjölda gesta sem hafa notið náttúrunnar í Gilhaga.

Dýrin

Sauðfé, geitur, býflugur, hænur, endur, hestar og Kappi.

Gestastofan

Í ullarvinnslunni er lítil gestastofa þar sem hægt er að kaupa bandið okkar, drykki og meðlæti, ásamt ýmsu fleira.

Heimsóknir

Við tökum á móti hverskyns hópum, bæði í ullarvinnsluna en einnig fyrir hverskyns viðburði í Gilhagalandi

Skógrækt

Skógrækt hefur verið stunduð meira og minna síðustu áratugi. Margir skemmtilegir yndisreitir eru á Gilhagajörðinni

Útivist

Skógrækt og náttúran skapa skemmtilega umgjörð sem hægt er að njóta með hverskyns útivist.

Gönguleiðir

Hægt er að finna ýmsar gönguleiðir frá Gilhaga. Margar þróaðar af sauðkindinni.

Velkomin í gilhaga

Vertu velkomin í Gilhaga ef þú átt leið hjá.
Gestastofan er opin alla daga frá 11-18