GILHAGI
Verið velkomin
Ullarvinnsla og gestastofa heima á bæ.
Sauð- og geitfjárrækt, skóg- og býflugnarækt.
Gestastofan er opin virka daga frá 10-15
Ullarvinnsla
Í Gilhaga er rekin lítin ullarvinnsla.
Ullarbandið er spunnið í náttúrulegum litum
íslensku sauðkindarinnar. Ólituð ullin er fullunnin og spunnin heima á bæ í lítilli ullarvinnslu.
Hreint íslenskt og fullniðurbrjótanlegt ullarband úr nærumhverfi sem hentar í prjón og vefnað.
Í boði er að kynnast vinnsluferlinu og vörunni á aðgengilegan hátt.
Afþreying í Gilhaga
Náttúran
Í Gilhaga hefur skógrækt verið stunduð í fjöldamörg ár.
Ýmsir skógarreitir á mismunandi stigum, með
skemmtilegum gönguleiðum og yndissreitum.
Hægt er að ganga og njóta náttúrunnar með ferskri hressingu og borða við fuglasöng á friðsælum stað.
Gönguleiðir
Stuttar gönguleiðir um skógræktina má finna út frá gestastofunni.
Sælureitir
Stöðug vinna er í að útbúa fallega yndisreiti. Bætast þeir við á meðan skógurinn stækkar.
Dýralíf
Fjölbreitt dýralíf er í Gilhaga. Fuglarnir sækja í skóginn og mögulega heyrir þú hanagal í skógi eða sérð geit á gangi með kiðling.
upplifun
Að njóta kyrrðar og náttúru er einstaklega gefandi og endurnærandi. Gefðu þér tíma úti í náttúrunni.
hressing
Í gestastofunni má fá hressingu á borð við kaffi, te og gos til að njóta. Í sumar verður úrvalið aukið.
Njóttu
Fáðu þér hressingu í gestastofunni, finndu þér rólegan stað og njóttu vel.
Býflugnarækt
Býflugnarækt hefur verið stunduð í Gilhaga frá 2015.
Býflugurnar hjálpa til við frjóvgun blóma í umhverfinu.
Býflugnarækt í norðri er áskorun og spennandi áhugamál.
Hægt er að koma við í Gilhaga og kynna sér býflugnarækt.
Sjá flugurnar og kynnast starfsemi býflugnabús.
Mögulega í návígi en líka í öruggri fjarlægð.
Gestastofan
Vöruúrval
Ullarband
Hægt er að kaupa ullarbandið okkar í gestastofunni ásamt prjónavörum.
Bækur
Hægt er að fá nokkrar bækur í gestastofunni.
Prjónabækur, fróðleiksbækur og skemmtibækur.
Matvörur
Grillvörur frá Árdalsafurðum. Skútaís í frystinum Pylsur frá forystusetrinu Gos og svaladrykkir.
Kaffi og Te
Hægt er að kaupa kaffi og te.
Setjast út í góða veðrið og njóta náttúrunnar.
Gestastofan er opin alla daga frá 11-18
Fjölskyldurekin
Gilhagi er fjölskyldurekin sveitabær.
Brynjar Þór og Guðrún Lilja keyptu jörðina 2019 en fjölskylda Brynjars hefur ræktað jörðina og nágranna jörðina Gilsbakka síðan 1901.
Brynjar og Guðrún tóku þá við skógræktinni sem stunduð hefur til tugi ára og endurvöktu sauðfjárbúskap sem hafði verið stundaðar á árum áður af miklum myndarskap.
Býflugnarækt hófst 2015 og geiturnar komu 2019 ásamt hænum og öndum.
..
Brynjar Þór
Guðrún Lilja Dam
GILHAGI
Dýrin
Sauðfé, geitur, býflugur, hænur, endur, hestar og hundar.
Gestastofan
Í ullarvinnslunni er lítil gestastofa þar sem hægt er að kaupa bandið okkar, drykki og meðlæti, ásamt ýmsu fleira.
Heimsóknir
Við tökum á móti hverskyns hópum, bæði í ullarvinnsluna en einnig fyrir hverskyns viðburði í Gilhagalandi
Skógrækt
Skógrækt hefur verið stunduð meira og minna síðustu áratugi. Margir skemmtilegir yndisreitir eru á Gilhagajörðinni.
Útivist
Skógrækt og náttúran skapa skemmtilega umgjörð sem hægt er að njóta með hverskyns útivist.
Gönguleiðir
Hægt er að finna ýmsar gönguleiðir frá Gilhaga.
Vörurnar okkar
Uppskriftir og pakkar fyrir Ær Medium
Ef þú vilt skipuleggja ferð í Gilhaga fyrir þig og/eða hópinn þinn.
Hafðu endilega samband.
Allar nánari upplýsingar má fá hér að neðan.