Ær Medium
Ærbandið okkar er framleitt úr ull af fullorðnum kindum úr norður-þingeyjarsýslu. Á haustin þegar fé er tekið á hús og rúið kemur ullin til okkar frá nágrannabæjum Gilhaga, eða lengst að um 90 km. Ærnar hafa þá gengið um heiðar norður-þingeyjarsýslu með lömbin sín sumarlangt. Bandið er unnið úr fyrsta flokks ull, er ólitað og […]
Býflugnaskoðun á laugardögum
Við kíkjum á býflugurnar um hádegisbilið á laugardögum í sumar. Við kíkjum í búin, finnum drottningarnar, athugum með egg, og fóðrum. Kíkið endilega við og kynnist býflugnarækt. Gestastofan er opin alla daga frá 11-18
Hvernig komum við ull í band?
Hvernig er ull af kindum komið í prjónaband? Hvað er hægt að fá mikið band af einni kind eða lambi? Í hvaða litum er íslenska kindin? Hvernig verður bandið á litinn? Svörin við þessum spurningum er hægt að finna í Gilhaga. Hér í Gilhaga rekum við litla ullarvinnslu heima á bæ. Ullin er frá bændum […]