Ullarvinnslan Gilhagi

Hreint ólitað íslenst ullarband spunnið í sátt við náttúruna.
Unnið af sauðfé ræktað í nálægð við vinnsluna.

Ullarvinnsla

Heima á hlaði

Við vinnum ull úr nærumhverfi okkar.
Ullin kemur til okkar frá bændum á haustin.
Heima á bæ fer allt ferlið fram.
Þvottur, kembing, spuni og frágangur.
Allt frá kind á prjóna.

Við vinnum ull keypta af bændum á nágrannabæjum og -sveit.
Ullin kemur til okkar á haustin þegar fé er tekið á hús fyrir veturinn.
Féð hefur gengið sumarlangt um heiðar norður-Þingeyjarsýslu.
Við vinnum bæði ull af ám og lambfé

Íslenska ullin hefur þróast með íslenskri veðráttu í 1000 ár og er alveg einstök.
Í
slenks veðrátta getur verið óútreiknanleg.
Á örskotsstundu getur breyst frá því að vera sól og hiti
yfir í rigningu og rok og nætur geta verið ískaldar.
Náttúrulegir eiginleikar ullarinnar skila sér í ullarbandið.

Ullin

Íslenska sauðkindin er af flokki Norður-Evrópsku stuttrófu fjárkynjanna.
Ullin hefur 2 gerðir af þráðum, Þel og tog
Þelið er með stutta, þunna, hlýja og mjúka þræðir.
Togið er lengra, sterkara, heldur frá bleytu og vindi.
Saman mynda þau einstaka eiginleika í bandi.
Bæði mjúkt og hlýtt en einnig sterkt.
Ullin er ekki lituð og þannig fá náttúrulegir
litir einstaklinga innan hjarðarinnar að njóta sín.

Vörurnar okkar

LAMB

Fine Tvíband
160m ~ 50g
Prjónfesta 22x35 á 10cm
Prjónar 2-3,5 mm

Ær

Medium Tvíband
100m ~ 50g
Prjónfesta 18x23 á 10 cm.
Prjónar 4,5-5,5 mm

Ullarvinnsla

Ólituð ull

Ullin og bandið er ólitað á allan hátt. Náttúrlegu sauðalitirnir sem fá að njóta sín.

Mjúkt ferli

Vinnsluferlið fer mjúkum höndum um ullina sem skilar sér í bandinu. Mannshöndin kemur allstaðar að svo bandið telst handverksband.

Beint frá bændum

Ullin kemur frá okkur og bændum í nágrenni við okkur. Ullin kemur á haustin þegar fé er tekið á hús fyrir veturinn.

Unnið heima á bæ

Ullin er fullunnin í band heima á bæ í Gilhaga. Ullin skapar störf fyrir fjölskylduna í Gilhaga.