Lambajatsí

Í sauðburðinum í fyrra skiptum við kindunum þannig upp að sitthvoru megin við garðann voru jafn margar kindur í upphafi sauðburðar.
Þegar á leið varð alltaf meira spennandi hver myndi klára fyrst eða hver fengi fleiri liti.
Í ár ákváðum við að setja upp einhvern leik og fórum að hugsa. Niðurstaðan varð Lambajatsí.
Þar veljum við okkur kindur og spilum síðan jatsí yfir sauðburðinn.
Hægt er að spila leikinn á allavegu og ætlum við að spila nokkra núna yfir sauðburðinn.
Með alla leiki á að breyta reglunum og sníða nýjar og svindla og mælum við með að finna út einhverja skemmtilega aðferðir.

Reglur
Lambajatsí er ætlaður sem skemmtilegur leikur til að stytta stundirnar yfir sauðburðinn.
Hver keppandi velur sér af handahófi t.d 25-50 kindur sem hann fylgist með
eða sínar uppáhalds kindur og nokkrar af handahófi. Fjöldi kinda er alveg frjáls.
Velja má t.d afmarkað tímabil yfir sauðburðinn til að spila. Einn dag, eina helgi, eina viku…
Skrifa skal niður hvaða kindur eru skráðar hverjum og einum keppanda.
Hægt er að velja kindur með vorbókinni eða gripaskrá í fjárvís. Fyrsta kind í skránni númer 1.
Velja sér af handahófi tölur frá 1 og upp í fjárfjölda á bæ.
Skrifa má “random number picker” á google.com til að velja tölur af handahófi.
Aðeins er talið fjöldi litaðra lamba á þann sem hefur flest í hverjum flokki.

Fyrir áhugasama sem vilja spila með má smella á linkinn og sækja skjalið Lambajatsí og prenta það út.
Endilega spilum með og notum #lambajatsi

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter